Nokia N9 64GB - Lykilorð

background image

Lykilorð

PIN-númer

(4-8 tölur)

Kemur í veg fyrir að SIM-kortið sé notað í leyfisleysi eða er

nauðsynlegt til að fá aðgang að tilteknum valkostum.

Hægt er að stilla símann þannig að beðið sé um PIN-númerið

þegar kveikt er á honum.

Ábendingar 103

background image

Ef númerið fylgir ekki með SIM-kortinu eða ef þú gleymir því

skaltu hafa samband við þjónustuveituna.

Ef þú slærð númerið rangt inn þrisvar sinnum í röð þarftu að

opna það með PUK-númerinu.

PUK-númer

(8 tölur)

Nauðsynlegt til að opna PIN-númer.

Hafa skal samband við þjónustuveituna ef þessi númer fylgja

ekki með SIM-kortinu.

IMEI-númer

(15 tölur)

Númerið er notað til að auðkenna gilda síma í símkerfinu.

Einnig er hægt að nota númerið til að loka til dæmis stolnum

símum.Þú gætir einnig þurft að gefa Nokia Care þjónustuveri

upp öryggisnúmerið.

Hægt er að sjá IMEI-númerið með því að hringja í *#06#.

Lásnúmer

(öryggisnúmer)

(minnst 5 tölur eða

stafir)

Þetta kemur í veg fyrir að síminn sé notaður í leyfisleysi.

Hægt er að stilla símann þannig að hann biðji um lásnúmerið

sem hefur verið tilgreint.

Haltu númerinu leyndu og á öruggum stað, fjarri símanum.

Ef þú gleymir öryggisnúmerinu og getur ekki endurheimt það

er persónulegum gögnum þínum eytt áður en þú getur notað

símann aftur. Ef þú hefur tilgreint fjölda skipta sem hægt er að

slá inn rangt öryggisnúmer eyðir síminn gögnunum og

núllstillir sig þegar öryggisnúmerið hefur verið slegið það oft

inn. Ef þú hefur ekki tilgreint fjölda skipta þarftu að leita til

þjónustuaðila áður en þú getur notað símann aftur.

Nánari upplýsingar fást hjá Nokia Care þjónustuveri eða

söluaðila símans.