Nokia N9 64GB - Aðgerðir á snertiskjá

background image

Aðgerðir á snertiskjá
Til að nota símann skaltu pikka eða halda fingri á snertiskjánum.

Forrit opnað eða hlutur valinn
Pikkaðu á forritið eða hlutinn.

Farið til baka á heimaskjáinn
Til að fara úr forriti og aftur á heimaskjáinn staðseturðu fingurinn utan snertiskjásins

og færir hann svo á skjáinn. Hægt er að færa fingurinn frá vinstri, hægri eða neðan

við skjáinn. Forritið keyrir áfram í bakgrunni.

20

Grunnnotkun

background image

Ábending: Til að loka forriti alveg skaltu strjúka frá skjánum ofanverðum. Óvistuð

gögn í forritinu kunna að glatast.

Flett
Settu fingur á skjáinn og renndu honum í þá átt sem þú vilt.

Dæmi: Til að skipta á milli heimaskjáa flettirðu til vinstri eða hægri. Til að fletta í lista

eða valmynd rennirðu fingrinum upp eða niður.

Haltu fingri á skjánum til að sjá fleiri valkosti
Settu fingur á hlut þar til valmyndin opnast.

Dæmi: Til að senda nafnspjald eða eyða vekjara heldurðu inni tengiliðnum eða

vekjaranum og velur viðeigandi valkost.

Atriði dregið
Haltu inni atriðinu og renndu síðan fingrinum yfir skjáinn. Atriðið fylgir fingrinum.

Grunnnotkun

21

background image

Dæmi: Til að endurraða forritum á forritaskjánum heldurðu fingri á viðkomandi

forritatákni og dregur það þangað sem þú vilt færa það.

Aðdráttur
Settu tvo fingur á atriði, til dæmis mynd eða vefsíðu, og færðu fingurna í sundur eða

saman.

Valkostir fyrir tiltekinn skjá skoðaðir
Veldu í því forriti sem er opið.

Kveikt og slökkt á stillingu
Pikkaðu á rofann.