![background image](https://i.helpdoc.net/Nokia N9 64GB/is/Nokia N9 64GB_is026.png)
Innsláttur með Swype
Viltu skrifa texta hraðar? Notaðu Swype til að slá inn texta á fljótlegan og auðveldan
hátt.
Kveikt á Swype
1 Veldu og
Time and language
>
Text input
og ræstu
Swype
.
2 Veldu
Swype settings
og síðan tungumál.
26
Grunnnotkun
![background image](https://i.helpdoc.net/Nokia N9 64GB/is/Nokia N9 64GB_is027.png)
Innsláttur með Swype
Veldu einhvern innsláttarreit til að opna skjályklaborðið. Renndu fingrinum frá stafi
til stafs. Nákvæmni er ekki svo mikilvæg. Yfirleitt bætir Swype inn staf tvisvar á réttum
stöðum án þess að þú þurfir að velja það sérstaklega. Ef þú vilt hins vegar vera alveg
viss skaltu pára á stafinn eða mynda lykkju á honum. Bil er sett inn sjálfkrafa þegar
þú lyftir fingrinum til að skrifa næsta orð.
Ábending: Til að slökkva tímabundið á sjálfvirku bili rennirðu fingrinum frá
biltakkanum yfir á bakktakkann. Til að nota stillinguna varanlega, eða til að breyta
öðrum stillingum, heldurðu fingri á Swype-takkanum neðst til vinstri á lyklaborðinu.
Textaritun með orðatillögum
Þegar þú skrifar birtist listi með tillögum að orðum. Til að fletta í gegnum listann skaltu
draga fingurinn til vinstri eða hægri á listanum. Ef orðið er á listanum velurðu það. Ef
orðið er efst á listanum skaltu byrja að slá inn næsta orð. Þá er orðið á listanum sett
inn sjálfkrafa.
Til að sjá önnur orð sem passa við innsláttinn velurðu orðið.
Orði bætt í orðabókina
Sláðu inn stafi orðsins einn af öðrum og veldu svo orðið úr tillögunum. Staðfestu þegar
beðið er um það.
Ábending: Til að bæta við nokkrum orðum, símanúmerum, eða orðum sem innihalda
stafi og tákn við orðabókina á fljótlegan hátt dregurðu til að auðkenna þau og velur
Swype-takkann.
Stafsetri orðs breytt
Dragðu til að auðkenna orðið og strjúktu frá Swype-takkanum yfir á skiptitakkann.
Veldu valkost af listanum.
Ábending: Til að setja hástaf fremst í orð með einni hreyfingu seturðu fingurinn á
stafinn, rennir honum upp á lyklaborðið og svo niður á næsta staf. Ljúktu við orðið á
venjulegan hátt.
Innsláttur kommustafs, tákns eða númers
Til að skoða lista yfir stafi á tilteknum takka heldurðu honum inni. Veldu stafinn af
listanum.
Dæmi: Til að setja inn stafinn á, heldurðu inni a takkanum og velur á af listanum sem
birtist.
Grunnnotkun
27
![background image](https://i.helpdoc.net/Nokia N9 64GB/is/Nokia N9 64GB_is028.png)
Ábending: Ef þú vilt færa til bendilinn innan texta, eða sjá aðra valkosti fyrir
textavinnslu, skaltu renna fingrinum af Swype-takkanum yfir á +!= takkann.
Til að fá nánari aðstoð eða ábendingar, eða til að horfa á myndskeið um notkun á
Swype, opnarðu www.swype.com.