Nokia N9 64GB - Skrifað með skjályklaborðinu

background image

Skrifað með skjályklaborðinu
Veldu innsláttarreit.

1 Stafatakkar

2 Skiptitakki

3 Táknatakki

4 Biltakki

5 Enter-takkinn

6 Bakktakki

Skipt úr lágstöfum í hástafi eða öfugt
Veldu skiptitakkann áður en þú slærð inn stafinn. Til að nota hástafalás velurðu

takkann tvisvar. Skiptitakkinn er auðkenndur. Til að skipta aftur yfir í venjulega

stillingu ýtirðu aftur á skiptitakkann.

Númer eða sérstafur sleginn inn
Veldu táknatakkann. Til að sjá fleiri tákn velurðu 1/2 takkann.

Ábending: Til að bæta við tölustaf eða sérstaf sem er oft notaður á fljótlegan hátt

velurðu táknatakkann og rennir fingrinum á stafinn án þess að lyfta honum. Þegar þú

lyftir fingrinum hefur stafurinn verið settur inn og takkaborðið fer aftur í venjulega

textastillingu.

24

Grunnnotkun

background image

Innsláttur kommustafa
Haltu fingri á stafnum sem þú vilt bæta áherslumerki við og renndu fingrinum á stafinn

sem þú vilt velja án þess að lyfta honum.

Staf eytt
Veldu bakktakkann.

Leturgerð breytt
Hægt er að breyta leturgerðinni í sumum forritum, líkt og Mail og Notes. Veldu

innsláttarreitinn og veldu síðan viðeigandi valkost í sprettivalmyndinni. Til að breyta

leturgerð tiltekins orðs dregurðu fingurinn yfir orðið, velur svo og svo viðeigandi

valkost.

Texti afritaður og límdur
Í innsláttarreitnum dregurðu fingur yfir textann sem þú vilt afrita og svo

Copy

í

sprettivalmyndinni. Til að líma inn textann velurðu innsláttarreit, svo staðinn þar sem

þú vilt líma textann og loks

Paste

í sprettivalmyndinni.

Notkun nokkurra tungumála fyrir innslátt
Veldu ,

Time and language

>

Text input

>

Installed input methods

og svo

tungumál texta.

Ef þú hefur valið fleiri en eitt tungumál fyrir innslátt geturðu skipt á milli þeirra.

Skipt um tungumál fyrir innslátt
Settu fingur utan við vinstri eða hægri brún snertiskjásins og dragðu hann yfir á

skjályklaborðið.

Skjályklaborðinu lokað
Flettu niður á skjályklaborðinu eða veldu svæði utan innsláttarreitsins.

Ábending: Til að staðsetja bendilinn nákvæmlega þar sem þú vilt skaltu velja og halda

fingri á texta þar til stækkunargler birtist. Dragðu bendilinn á staðinn án þess að lyfta

fingrinum.

Grunnnotkun

25