Nokia N9 64GB - Um staðsetningaraðferðir

background image

Um staðsetningaraðferðir
Síminn finnur staðsetningu þína með GPS, A-GPS, þráðlausu staðarneti eða

farsímakerfinu.

GPS-kerfið (global positioning system) er leiðsögukerfi þar sem gervitungl eru notuð

til að reikna út staðsetningu þína. A-GPS (Assisted GPS) er sérþjónusta sem sendir þér

GPS-gögn og eykur þannig hraða staðarákvörðunar. Að auki er hægt að nota annan

GPS-aukabúnað til að auka nákvæmni og hraða staðarákvörðunar. Við það kann að

vera nauðsynlegt að senda lítið magn gagna um farsímakerfið.

Staðarákvörðun um þráðlaust staðarnet eykur nákvæmni staðsetningar þegar GPS-

merki nást ekki, einkum þegar þú ert innandyra eða háar byggingar eru allt um kring.

Með staðarákvörðun um farsímakerfi byggir staðarákvörðun á því loftnetskerfi sem

síminn er tengdur við.

Ef þú vilt spara gagnakostnað geturðu slökkt á A-GPS í staðsetningarstillingum

símans. Hins vegar getur það þá tekið lengri tíma að reikna út staðsetningu þína.

Hægt er að slökkva á þráðlausum staðarnetstengingum í nettengistillingum símans.

Staðarákvörðun getur skeikað um allt frá nokkrum metrum til nokkurra kílómetra og

veltur nákvæmnin á staðsetningaraðferðum í boði.

Framboð og gæði GPS-merkja kann að verða fyrir áhrifum af staðsetningu þinni,

staðsetningu gervihnatta, byggingum, náttúrulegum hindrunum, veðurskilyrðum og

breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru af Bandaríkjastjórn. Ekki er víst að

GPS-merki náist inni í byggingum eða neðanjarðar.

Ekki skal nota GPS við nákvæmar staðsetningarmælingar og aldrei ætti að treysta

eingöngu á staðsetningargögn frá GPS og farsímakerfum.

Ekki er víst að hnitaupplýsingar séu tiltækar á öllum svæðum.