Nokia N9 64GB - Ábendingar fyrir myndavél

background image

Ábendingar fyrir myndavél
Veldu .

Hér eru nokkrar ábendingar um notkun myndavélarinnar.

Notaðu báðar hendur til að tryggja að myndavélin sé stöðug.

Til að auka aðdráttinn notarðu hljóðstyrkstakkana eða aðdráttarsleðann á

skjánum.

Myndavél og Gallerí

67

background image

Myndgæðin kunna að versna þegar aðdráttur er aukinn.

Til að hætta við myndatöku eftir að er valið rennirðu fingrinum frá og lyftir

honum.

Myndavélin fer í orkusparnaðarstillingu ef hún er ekki notuð í u.þ.b. mínútu.

Pikkaðu á skjáinn til að kveikja aftur á myndavélinni.

Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má nota flassið á fólk eða dýr

sem eru mjög nálægt. Haldið ekki fyrir flassið þegar mynd er smellt af.

Til að skipta á milli myndatöku og upptöku velurðu

eða .

Til að breyta stillingum myndavélarinnar, líkt og flassi, umhverfisstillingum,

myndhlutfalli og upplausn velurðu fyrst stillingasvæðið

og svo

stillingarnar.

Sjálfgefið er að myndhlutfallið sé 16:9 og upplausnin 7 megapixlar. Þetta

myndhlutfall hentar best fyrir myndskoðun í sjónvarpi þar sem engir svartir jaðrar

eru á myndunum. Til að taka 8 megapixla myndir skaltu breyta myndhlutfallinu í

4:3. Veldu stillingasvæðið og svo stillingu.

Til að deila mynd eða myndskeiði beint úr myndavélinni með NFC þarf myndin eða

myndskeiðið að sjást á skjánum. Mynd eða myndskeið birtist ekki sjálfkrafa á

skjánum eftir töku. Til að birta myndina eða myndskeiðið skaltu velja

stillingasvæðið og svo stillingu fyrir Show captured content.

Hægt er að velja myndavélina í öllum forritum og jafnvel á lásskjánum. Haltu

símanum uppréttum, settu fingurinn fyrir neðan snertiskjáinn og dragðu hann

upp á við á skjáinn. Haltu fingrinum á sínum stað þar til flýtistikan birtist.