Ábendingar fyrir myndavél
Veldu .
Hér eru nokkrar ábendingar um notkun myndavélarinnar.
•
Notaðu báðar hendur til að tryggja að myndavélin sé stöðug.
•
Til að auka aðdráttinn notarðu hljóðstyrkstakkana eða aðdráttarsleðann á
skjánum.
Myndavél og Gallerí
67
Myndgæðin kunna að versna þegar aðdráttur er aukinn.
•
Til að hætta við myndatöku eftir að er valið rennirðu fingrinum frá og lyftir
honum.
•
Myndavélin fer í orkusparnaðarstillingu ef hún er ekki notuð í u.þ.b. mínútu.
Pikkaðu á skjáinn til að kveikja aftur á myndavélinni.
Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má nota flassið á fólk eða dýr
sem eru mjög nálægt. Haldið ekki fyrir flassið þegar mynd er smellt af.
•
Til að skipta á milli myndatöku og upptöku velurðu
eða .
•
Til að breyta stillingum myndavélarinnar, líkt og flassi, umhverfisstillingum,
myndhlutfalli og upplausn velurðu fyrst stillingasvæðið
og svo
stillingarnar.
•
Sjálfgefið er að myndhlutfallið sé 16:9 og upplausnin 7 megapixlar. Þetta
myndhlutfall hentar best fyrir myndskoðun í sjónvarpi þar sem engir svartir jaðrar
eru á myndunum. Til að taka 8 megapixla myndir skaltu breyta myndhlutfallinu í
4:3. Veldu stillingasvæðið og svo stillingu.
•
Til að deila mynd eða myndskeiði beint úr myndavélinni með NFC þarf myndin eða
myndskeiðið að sjást á skjánum. Mynd eða myndskeið birtist ekki sjálfkrafa á
skjánum eftir töku. Til að birta myndina eða myndskeiðið skaltu velja
stillingasvæðið og svo stillingu fyrir Show captured content.
•
Hægt er að velja myndavélina í öllum forritum og jafnvel á lásskjánum. Haltu
símanum uppréttum, settu fingurinn fyrir neðan snertiskjáinn og dragðu hann
upp á við á skjáinn. Haltu fingrinum á sínum stað þar til flýtistikan birtist.