Skoðun tilkynninga og strauma
Lestu nýlegar færslur tengiliða á tengslanetum og uppáhaldsstraumana þína á
vefnum, á sama skjá og tilkynningarnar.
Skjámyndin Viðburðir inniheldur eftirfarandi:
•
Tilkynningar, til dæmis um ósvöruð símtöl, ólesin skilaboð og
hugbúnaðaruppfærslur
•
Straumar úr öðrum forritum og þjónustu, svo sem netsamfélögum og
vefstraumum
Atriði á viðburðaskjánum eru gagnvirk. Til dæmis er hægt að velja straum til að sjá
nánari upplýsingar um hann.
Dæmi: Til að athuga og setja upp hugbúnaðaruppfærslur í boði skal velja tilkynninguna
sem er með .
Sérstillingar
31
Þegar þú hefur sett upp netsamfélagsreikninginn þinn birtast stöðuuppfærslur vina
þinna sjálfkrafa á viðburðarskjánum. Á sama hátt birtast vefstraumar sjálfkrafa ef þú
velur
Show feed on home screen
þegar þú gerist áskrifandi að þeim.
Ábending: Hægt er að uppfæra þá handvirkt. Á viðburðaskjánum skaltu velja
Refresh
.
Fjarlægja straum úr forriti eða þjónustu
Haltu fingri á straumnum og veldu
Clear
.
Þetta gerir strauminn ekki óvirkan.
Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis getur þurft að hlaða niður miklu gagnamagni
og greiða fyrir gagnaflutning.