
Uppfærsla símahugbúnaðar í tölvu
Þú getur notað tölvuforritið Nokia Software Updater til að uppfæra hugbúnað símans.
Þú þarft samhæfa tölvu, háhraða-internettengingu og samhæfa USB-snúru til að
tengja símann við tölvuna. Til að núllstilla öll gögn í símanum skaltu taka öryggisafrit
af efni hans og vista það í samhæfri tölvu áður en þú hefur uppfærsluna.
Ábending: Þegar þú uppfærir hugbúnað símans er skjályklaborðið stillt á sjálfgefið
tungumál. Ef öryggisnúmerið inniheldur stafi sem ekki er að finna á skjályklaborðinu
velurðu
og rennir fingri til hægri eða vinstri yfir skjáinn til að breyta tungumáli
skjályklaborðsins í það tungumál sem var notað þegar öryggisnúmerið var valið.
Hægt er að hlaða Nokia Software Updater forritinu af www.nokia.com/support.