Nokia N9 64GB - Afritun efnis af tölvu

background image

Afritun efnis af tölvu
Byrjaðu að nota símann strax. Hægt er að afrita mikilvægar upplýsingar, eins og

dagbókarfærslur og tengiliði, yfir í símann úr tölvu.

Ef dagbókin þín og annað efni er vistað á netinu, t.d. á Google-, Microsoft Exchange-

eða Windows-reikningum, skaltu einfaldlega bæta reikningnum við í símanum og

samstilla efni úr tölvuskýinu.

1 Veldu .
2 Bættu reikningi við símann þinn.
3 Gakktu úr skugga um að kveikt sé á samstillingu og veldu

Done

.

Ábending: Ef þú notar dagbók á netinu er hugsanlega hægt að samstilla hana við

CalDAV.

Ef efnið þitt, t.d. tengiliðir eða dagbókarfærslur, er aðeins vistað staðbundið í Outlook

í tölvunni þinni, skaltu afrita það í nýja símann af Hotmail-reikningnum þínum.

1 Samstilltu það efni sem þú vilt úr Outlook yfir í Hotmail með Microsoft Office

Outlook Hotmail Connector. Til að hlaða niður forritinu og setja það upp skaltu

leita að því á www.microsoft.com/download og fylgja leiðbeiningunum sem

birtast í tölvunni þinni. Þú getur þurft að velja að færa stillingar inn handvirkt.

2 Til að flytja inn efnið úr Hotmail yfir í nýja símann velurðu og

Add account

>

Mail for Exchange

.

3 Sláðu inn Hotmail- eða Windows Live-netfangið þitt, notandanafn og lykilorð og

veldu

Manual setup

.

4 Sláðu inn m.hotmail.com sem vistfang netþjónsins og veldu

Done

.