Síminn notaður í fyrsta skipti
Byrjaðu að nota símann strax – í símanum er þér leiðbeint í gegnum uppsetninguna
þegar SIM-kortið er sett í hann og kveikt er á honum í fyrsta skipti. Þú getur einnig
gerst áskrifandi að Tips and Offers þjónustunni til að fá ábendingar og ráð sem hjálpa
þér við að nýta símann á sem bestan hátt.
Stofnaðu Nokia-áskrift til að nota Nokia-þjónustu. Nettenging þarf að vera til staðar.
Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá frekari upplýsingar um
gagnaflutningsgjöld. Ef þú getur ekki tengst internetinu geturðu stofnað áskrift síðar.
Ef þú ert þegar með Nokia-áskrift skaltu skrá þig inn.
Ábending: Gleymdirðu lykilorðinu? Þú getur beðið um að fá það sent í tölvupósti eða
í textaskilaboðum.
Til að stofna Nokia-áskrift síðar skaltu opna Nokia-þjónustu í símanum. Þá er beðið
um að þú stofnir áskrift.
Til að hringja neyðarsímtal meðan uppsetningin er í gangi skaltu velja .