Nokia N9 64GB - Um Mail for Exchange

background image

Um Mail for Exchange
Viltu hafa tölvupóstinn, tengiliðina og dagbókina við höndina, hvort sem þú situr við

tölvuna eða ert á ferðinni með símann? Hægt er að samstilla efni milli símans og

Microsoft Exchange-miðlara.

Veldu og

Add account

>

Mail for Exchange

.

Mail for Exchange er einungis hægt að setja upp ef fyrirtæki þitt er með Microsoft

Exchange miðlara. Auk þess verður kerfisstjóri fyrirtækisins að virkja Microsoft

Exchange ActiveSync fyrir reikninginn þinn.

Notkun Mail for Exchange takmarkast við samstillingu með OTA-tækni á PIM-

upplýsingum milli Nokia-tækisins og viðurkennda Microsoft Exchange miðlarans.

Áður en hafist er handa við uppsetningu á Mail for Exchange skaltu ganga úr skugga

um að þú hafir eftirfarandi:

Netfang fyrir fyrirtækistölvupóst

Exchange miðlaraheiti (hafðu samband við tölvudeild fyrirtækisins)

Lénsheiti netsins (hafðu samband við tölvudeild fyrirtækisins)

Lykilorð þitt á fyrirtækisnetinu

Þú þarft hugsanlega að færa inn viðbótarupplýsingar, allt eftir uppsetningu Exchange-

miðlarans. Ef þú hefur ekki réttar upplýsingar í höndunum skaltu hafa samband við

tölvudeild fyrirtækisins.

Þegar þú setur upp Mail for Exchange, getur síminn farið fram á að þú veljir

öryggisnúmer. Stillingum fyrir símalás kann einnig að verða breytt, svo sem Autolock

Skilaboð og netsamfélög

61

background image

og Number of tries, eftir því hverjar öryggiskröfur Mail for Exchange-stjórnandans

eru. Þegar þú hefur valið öryggisnúmer læsist síminn sjálfkrafa ef hann hefur ekki

verið notaður í tiltekinn tíma. Þegar þú vilt nota símann næst þarftu að slá inn númerið.

Samstilling fer sjálfkrafa fram með millibili sem valið er við uppsetningu á Mail for

Exchange reikningi. Einungis efni sem er skilgreint við uppsetningu reikningsins er

samstillt. Breyttu stillingum Mail for Exchange til að samstilla annað efni.