
Straumspilun eða niðurhal myndskeiða af netinu
Hægt er að hlaða niður eða straumspila myndskeið í farmsímann frá efnisveitum sem
bjóða upp á myndskeið á netinu. Þegar þú straumspilar myndskeið geturðu byrjað að
horfa á það meðan því er hlaðið niður. Ekki þarf að bíða eftir að því hafi verið hlaðið
niður að fullu.
Veldu og leitaðu að myndskeiði.
Myndskeið spilað
Veldu myndskeið. Smelltu á skjáinn til að opna stjórntakka spilarans.
Hægt er að straumspila sum myndskeið á meðan hlaða þarf öðrum í símann. Niðurhal
heldur áfram í bakgrunni ef forritinu er lokað. Sótt myndskeið eru vistuð í Videos.
Ábending: Sæktu ný myndskeið úr Nokia-versluninni. Nánari upplýsingar um Nokia-
verslunina má finna á www.nokia.com/support.
Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis getur þurft að hlaða niður miklu gagnamagni
og greiða fyrir gagnaflutning.