
Um nettengda vini
Hægt er að birta allar stöðuuppfærslur vina í netsamfélögum á einum skjá. Straumar
frá netsamfélögum eru birtir á skjánum Viðburðir. Þú getur einnig skrifað ummæli við
stöðuuppfærslur vina þinna. Ef þú tengir síður vina við færslur þeirra á
tengiliðalistanum birtast stöðuuppfærslur þeirra á nafnspjöldum þeirra á
tengiliðalistanum.
Nettenging þarf að vera til staðar til að hægt sé að fá aðgang að netsamfélögum.
Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá frekari upplýsingar um
gagnaflutningsgjöld.
Félagsnet er þjónusta á vegum þriðja aðila en ekki Nokia. Athugaðu einkastillingar
félagsnetsins sem þú notar þar sem verið getur að þú deilir upplýsingum með fjölda
manns. Notkunarskilmálar félagsnetsins kveða á um samnýtingu upplýsinga þar.
Kynntu þér notkunarskilmála og gagnaleynd þjónustunnar.