Um tengingar við þráðlaus staðarnet
Hægt er að koma á tengingu við þráðlaust staðarnet í stöðuvalmyndinni. Smelltu á
stöðusvæðið.
Mikilvægt: Nota skal dulkóðun til að auka öryggi þráðlausrar staðarnetstengingar.
Notkun dulkóðunar dregur úr hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum
þínum.
Til athugunar: Notkun þráðlauss staðarnets (WLAN) kann að vera takmörkuð í
sumum löndum, t.d. í Frakklandi og Írlandi. Frekari upplýsingar fást hjá yfirvöldum á
staðnum.
Þessi sími styður 802.11a, 802.11b, 802.11g og 802.11n staðalinn fyrir þráðlaus
staðarnet. Hægt er að koma á 802.11n tengingu á 2,4 eða 5 GHz tíðnisviði.