
Tenging við þráðlaust höfuðtól
Með þráðlausu höfuðtóli geturðu svarað símtali, jafnvel þegar síminn er ekki við
hendina. Einnig geturðu haft hendurnar frjálsar, til dæmis til að vinna áfram í tölvu
meðan á símtali stendur. Hægt er að fá þráðlaus höfuðtól sem aukahluti.
Veldu og
Bluetooth
.
1 Kveiktu á
Bluetooth
.
2 Kveiktu á höfuðtólinu.
3 Veldu
Bluetooth devices
.
4 Til að para símann og höfuðtólið velurðu höfuðtólið á listanum.
5 Þú gætir þurft að slá inn lykilorð. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók
höfuðtólsins.