USB-stilling valin
Þegar efni er afritað eða samstillt milli símans og tölvu um USB-snúru er best að nota
viðeigandi USB-stillingu.
1 Notaðu samhæfa USB-snúru til að tengja símann við samhæfa tölvu eða annað
tæki.
40
Tengingar
2 Veldu úr eftirfarandi þegar beðið er um það:
Use as mass storage — Síminn þinn greinist sem USB flash-minni. Þú getur einnig
tengt símann við önnur tæki, t.d. hljómflutningstæki í bíl eða heimahúsi.
Þegar síminn er tengdur tölvu í þessari stillingu er ekki víst að þú getir notað sum
forrit hans. Hægt er að nota tölvuna til að skoða, samstilla, færa og eyða myndum,
tónlist og öðru efni sem er vistað í símanum.
Sync and connect — Þú hefur tengst við tölvu sem Nokia Link hefur verið sett
upp á. Í þessari stillingu geturðu samstillt símann þinn við Nokia Link og notað
aðra möguleika Nokia Link.
Stillingin er valin sjálfkrafa þegar Nokia Link forritið er opnað.
Ábending: Til að velja sjálfgefna USB-stillingu sem er notuð í hvert skipti sem síminn
er tengdur velurðu og
Accessories
>
USB
.