Nokia N9 64GB - Upplýsingar um rafhlöðu og hleðslutæki

background image

Upplýsingar um rafhlöðu og hleðslutæki
Tæki er með innbyggða, fasta, endurhlaðanlega rafhlöðu. Ekki reyna að fjarlægja rafhlöðuna þar sem það getur skemmt

tækið. Þegar skipta þarf um rafhlöðu skal fara með tækið til næsta viðurkennda þjónustuaðila.

Tækið er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið með eftirfarandi hleðslutækjum: AC-16 . Nákvæmt tegundarnúmer Nokia

hleðslutækisins getur verið mismunandi gerðum innstungna, sem auðkenndar eru með E, X, AR, U, A, C, K, B eða N.

Hleðslutæki frá þriðja aðila, sem eru í samræmi við IEC/EN 62684 staðalinn, og sem hægt er að tengja við micro-USB-tengið,

kunna að vera samhæf.

Hægt er að hlaða og afhlaða rafhlöðu nokkur hundruð sinnum en að því kemur að hún gengur úr sér. Þegar tal- og biðtími

er orðinn mun styttri en eðlilegt er skal fara með tækið til næsta viðurkennda þjónustuaðila til að skipta um rafhlöðu þess.